Færsluflokkur: Bloggar
17.2.2009 | 13:33
Jón Hjartarson gefur kost á sér í 3. sæti Vg í Suðurkjördæmi
Jón er bæjarfulltrúi Vg í Árborg , formaður bæjarráðs.
Jón Hjartarson
Fæddur 6. Apríl 1944 á Undralandi, Fellshrepp, Strandasýslu.
Heimili: Suðurengi 34, Selfossi;
Sækist eftir 3. 4. Sæti á lista Vg í Suðurkjördæmi.
Námsferill:
v 1961 Landspróf frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri
v 1965 Stúdentspróf Menntaskólanum á Akureyri
v 1965 1967 Læknisfræði við Háskóla Íslands
v 1971 BA próf í sagnfræði, efnafræði og lífrræði frá Háskóla Íslands
v 1971 Námi í Uppeldisvísindum til kennsluréttinda Háskóla Íslands
v 1999 Námi í Opinberri stjórnsýslu og stjórnun, Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.
v 1971 2000 Fjöldi námskeiða vegna starfa
Starfsferill:
Sumarvinna verkamannavinnu á Akureyri, 1961 til 1966 í síldarverksmiðju ríkisins á Raufarhöfn.
Ø 1967 -1970 Stundakennari við Hlíðaskóla í Reykjavík
Ø 1970 -1971 Kennari, við Menntaskólann í Hamrahlíð
Ø 1970 1971 Stundakennari í lífefnafræði við Hússtjórnarkennaraskóla Íslands
Ø 1971 1990 Skólastjóri við Kirkjubæjarskóla á Síðu á Kirkjubæjarklaustri
Ø 1990 -1996 Fræðslustjóri Suðurlandsumdæmis
Ø 1996 -2000 Forstöðumaður Skólaskrifstofu Suðurlands
Ø 2000 2006 Forstöðumaður Fræðslunets Suðurlands
Ø 2006 - Bæjarfulltrúi Vg í Árborg, formaður bæjarráðs
Fjölskylduhagir:
Maki Áslaug Ólafsdóttir, hússtjórnarkennari og skólasafnsfræðingur.
Börn:
Ø Hjörtur Heiðar, eðlisfræðingur
Ø Ólafur Páll, heimspekingur
Ø Frosti, hagfræðingur
Ø Sigríður Droplaug, umhverfisfræðingur
Annað:
Áhugi á málefnum landsbyggðarinnar hefur verið viðvarandi alla tíð og ekki síst nú þegar endurreisn þjóðlífsins byggist fyrst og síðast á ferðaþjónustu og okkar hefðbundnu atvinnuvegum landbúnaði og sjávarútvegi. Leggja þarf áherslu á að losa bændur úr skuldaánauð og gera atvinnuveginn eftirsóknarverðan.
Landbúnaðurinn er undirstaða undir fæðuöryggi þjóðarinnar, sem er svo samofið sjálfstæði hennar að hvorugt verður skilið frá hinu. Sama á við um sjávarútveginn, þar þarf að koma til endurskipulagning eins og sjávarútvegsstefna Vg gerir ágæta grein fyrir. Nauðsynlegt er að taka á skuldastöðu sjávarútvegsins um leið og hlutverk hans til eflingar sjávarbyggða allt í kringum landið er styrkt m.a. með endurskipulagningu á kvótafyrirkomulaginu.
Atvinnulíf og umhverfismál eru tvær hliðar á sama peningi, allt okkar atvinnulíf byggist á náttúrugæðum, til að þau verði komandi kynslóðum haldbær verður að byggja upp atvinnulíf á sjálfbærum forsendum. Það er kannski mikilvægasta viðfangsefni framtíðarinnar þegar grant er skoðað. Eini stjórnmálaflokkurinn sem ber fram nýtilega umhverfisstefnu er Vg, umhverfisstefna annarra flokka er í reynd ónýt þar sem hún er skilyrt í bak og fyrir og báða enda. Vg setur sjálfbæra þróun sem forsendu uppbyggingar og atvinnulífs og þar með er umhverfisstefnan orðin ráðandi þegar til framkvæmda kemur.
Stóriðjustefna undanfarinna ára hefur gengið sér til húðar, hún er ekki sá bjargvættur sem margir vonuðust eftir heldur þvert á móti, hafa afleiðingar hennar skaðað bæði umhverfi og samfélag. Stóriðjuuppbyggingin dregur til sín gríðarlegt fjármagn fyrir tiltölulega lítinn ávinning og litla atvinnu. Hvert starf í stóriðju kostar um 100 - 200 milljónir meðan ný störf í öðrum atvinnugreinum kosta aðeins lítið brot af því.
Nútíminn þarfnast þess að Vg komist til áframhaldandi áhrifa í stjórn landsins, það þarf að leysa Sjálfstæðisflokkinn af hólmi við stjórn landsins og ganga ötullega til verks að kveða niður frjálshyggjudrauga íhaldsins og lagfæra allt það óskaplega tjón sem þeir hafa valdið þjóðinni á undanförnum árum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2009 | 12:15
Gott að Jórunn gefi kost bá sér í 2. sætið
Jórunn vill 2. sæti VG í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Hjartarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar