Jón Hjartarson gefur kost á sér í 3. sæti Vg í Suðurkjördæmi

Jón er  bæjarfulltrúi Vg í Árborg , formaður bæjarráðs. 

Jón Hjartarson

Fæddur 6. Apríl 1944 á Undralandi, Fellshrepp, Strandasýslu.

Heimili: Suðurengi 34, Selfossi;

Sækist eftir 3. – 4. Sæti á lista Vg í Suðurkjördæmi.

Námsferill:

v  1961      Landspróf frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri

v  1965      Stúdentspróf Menntaskólanum á Akureyri

v  1965 – 1967        Læknisfræði við Háskóla Íslands

v  1971      BA próf í sagnfræði, efnafræði og lífrræði frá Háskóla Íslands

v  1971      Námi í Uppeldisvísindum til kennsluréttinda Háskóla Íslands

v  1999      Námi í Opinberri stjórnsýslu og stjórnun,  Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.

v  1971 – 2000        Fjöldi námskeiða vegna starfa

Starfsferill:

Sumarvinna verkamannavinnu á Akureyri, 1961 til 1966 í síldarverksmiðju ríkisins á Raufarhöfn.

Ø  1967 -1970 Stundakennari við Hlíðaskóla í Reykjavík

Ø  1970 -1971 Kennari, við Menntaskólann í Hamrahlíð

Ø  1970 – 1971 Stundakennari í lífefnafræði við Hússtjórnarkennaraskóla Íslands

Ø  1971 – 1990 Skólastjóri við Kirkjubæjarskóla á Síðu á Kirkjubæjarklaustri

Ø  1990 -1996 Fræðslustjóri Suðurlandsumdæmis

Ø  1996 -2000 Forstöðumaður Skólaskrifstofu Suðurlands

Ø  2000 – 2006 Forstöðumaður Fræðslunets Suðurlands

Ø  2006 -   Bæjarfulltrúi Vg í Árborg, formaður bæjarráðs

Fjölskylduhagir:

Maki Áslaug Ólafsdóttir, hússtjórnarkennari og skólasafnsfræðingur.

Börn:

Ø  Hjörtur Heiðar, eðlisfræðingur

Ø  Ólafur Páll, heimspekingur

Ø  Frosti, hagfræðingur

Ø  Sigríður Droplaug, umhverfisfræðingur

Annað:

Áhugi á málefnum landsbyggðarinnar hefur verið viðvarandi alla tíð og ekki síst nú þegar endurreisn þjóðlífsins byggist fyrst og síðast á ferðaþjónustu og okkar hefðbundnu atvinnuvegum landbúnaði og sjávarútvegi. Leggja þarf  áherslu á að losa bændur  úr skuldaánauð og gera atvinnuveginn eftirsóknarverðan.

Landbúnaðurinn er undirstaða undir fæðuöryggi þjóðarinnar, sem er svo samofið sjálfstæði hennar að hvorugt verður skilið frá hinu. Sama á við um sjávarútveginn, þar þarf að koma til endurskipulagning eins og sjávarútvegsstefna Vg gerir ágæta grein fyrir. Nauðsynlegt er að taka á skuldastöðu sjávarútvegsins um leið og hlutverk hans til eflingar sjávarbyggða allt í kringum landið er styrkt m.a. með endurskipulagningu á kvótafyrirkomulaginu.

Atvinnulíf og umhverfismál eru tvær hliðar á sama peningi, allt okkar atvinnulíf byggist á náttúrugæðum, til að þau verði komandi kynslóðum haldbær verður að byggja upp atvinnulíf á sjálfbærum forsendum. Það er kannski mikilvægasta viðfangsefni framtíðarinnar þegar grant er skoðað. Eini stjórnmálaflokkurinn sem ber fram nýtilega umhverfisstefnu er Vg, umhverfisstefna annarra flokka er í reynd ónýt þar sem hún er skilyrt í bak og fyrir og báða enda. Vg setur sjálfbæra þróun sem forsendu uppbyggingar og atvinnulífs og þar með er umhverfisstefnan orðin ráðandi þegar til framkvæmda kemur.

Stóriðjustefna undanfarinna ára hefur gengið sér til húðar, hún er ekki sá bjargvættur sem margir vonuðust eftir heldur þvert á móti, hafa afleiðingar hennar skaðað  bæði umhverfi og samfélag. Stóriðjuuppbyggingin dregur til sín gríðarlegt fjármagn fyrir tiltölulega lítinn ávinning og litla atvinnu. Hvert starf í stóriðju kostar um 100 - 200 milljónir meðan ný störf í öðrum atvinnugreinum kosta aðeins lítið brot af því.

Nútíminn þarfnast þess að Vg komist til áframhaldandi áhrifa í stjórn landsins, það þarf að leysa Sjálfstæðisflokkinn af hólmi við stjórn landsins og ganga ötullega til verks að kveða niður frjálshyggjudrauga íhaldsins og lagfæra allt það óskaplega tjón sem þeir hafa valdið þjóðinni á undanförnum árum.

  

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón, velkominn í bloggheima og til hamingju með framboðið. Varðandi stóriðjustefnuna segir þú þetta, Stóriðjustefna undanfarinna ára hefur gengið sér til húðar, hún er ekki sá bjargvættur sem margir vonuðust eftir heldur þvert á móti, hafa afleiðingar hennar skaðað  bæði umhverfi og samfélag. Stóriðjuuppbyggingin dregur til sín gríðarlegt fjármagn fyrir tiltölulega lítinn ávinning og litla atvinnu. Hvert starf í stóriðju kostar um 100 - 200 milljónir meðan ný störf í öðrum atvinnugreinum kosta aðeins lítið brot af því.

Hvaða staðreyndir hefur þú á borðinu til að geta fullyrt þetta sem ég feitletraði? Hvað hefur t.d. Fjarðaál skaðað umhverfið þar og samfélagið? Hvernig getur þú sagt að Fjarðaál hafi skapað lítinn ávinning fyrir það samfélag og litla atvinnu? Þú ættir að kanna það betur. Ég þekki mjög vel til þarna og tók þátt í undirbúningu á fyrirtækinu Fjarðaál en er ekki starfandi þar. Óska þér annars góðs gengis í baráttunni. kveðja, Einar.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Jón Hjartarson

Sæll Einar Áskelsson þakka þér fyrir athugasemdina.

Þegar rætt er um stóriðjustefnu undanfarinna ára verður því ekki á móti mælt að hún á stóran þátt í þenslunni og spennunni bæði á vinnu- og fjármagnsmarkaði, sem við erum að gjalda fyrir núna. Hún er hluti af hugmyndafræði frjálshyggju og samkeppni sem leiddi til efnahagshrunsins.

Fjarðarál og virkjunin við Kárahnjúka verða ekki aðskilin, því verður varla á móti mælt  að þær virkjunarframkvæmdir ollu meira umhverfistjóni á hálendi Íslands en nokkur einstök framkvæmd hingað til. Mér er til efs að það hvarfli nú að nokkrum manni að efna í sambærilegar framkvæmdir með jafnmiklum umhverfisskaða og þessar framkvæmdir samanlagt.

Rannsóknir hafa sýnt að hvert starf í stóriðju kostar a.m.k. 100 -200 miljónir í fjárfestingu, þannig að af þessu sést hversu gríðarlegt fjármagn stóriðjan dregur til sín. Mannfrekar atvinnugreinar eins og t.d. ferðaþjónustan, sem er vaxtarbroddur í Íslensku atvinnulífi þarf ekki nema brot af þessu fjármagni á móti hverju starfi sem hún skapar, auk þess sem dreifing starfa í ferðaþjónustu er margföld miðað við staðbundna erlenda stóriðjustarfsemi. Fjárhagslegur ávinningur af stóriðjunni er fyrst og fremst laun starfsfólksins ágóðinn af rekstrinum kemur ekki til Íslands, hann fer í greiðslu lána bæði vegna virkjanna og stóriðjustarfseminni í heild sinni og svo hagnað til álfyrirtækjanna. Hagnaður Landsvirkjunnar af þessum stóru virkjunum er alveg hverfandi fyrstu 15 -20 árin, jafnvel lengur. Fjármögnun virkjananna er öll með erlendu fé og á því sinn þátt í skuldum þjóðarinnar og þeim gríðarlegu vöxtum og afborgunum sem við stöndum frammi fyrir. Ef við berum þetta t.d. saman við ferðaþjónustuna sem þarf lítið fjármagn til að skila miklu og skilur miklu stærri hlut af ágóðanum eftir í höndum heimaaðila.

Það er auðvitað rétt hjá þér að álverið á Reyðarfirði hefur jákvæð staðbundin áhrif á stvinnulíf og þjónustu í næsta nágrenni. Í þessu samhengi verður að horfa til þess að  umhverfiskostnaðurinn er gífurlegur  og þjóðhagslegi ávinningurinn er lítill, í besta falli óviss stærð. Spurningin er hvort ekki hefði mátt ná sama atvinnulega og félagslega ávinningi fyrir byggðarlögin á Austfjörðum með öðru móti, sem ekki hefði haft í för með sér jafnmikinn fórnarkostnað og skilið meiri fjármuni eftir hjá Austfirðingum sjálfum.

Ég hefi hér á undan rakið umhverfistjón sem þessar framkvæmdir höfðu í för með sér og einnig vakið athygli á að framkvæmdir af þessari stærðargráðu inn í samfélag (Íslenskt samfélag) þar sem atvinna og afkoma er með ágætum valda mikilli þenslu, skuldasöfnun og verðbólgu, sem bitnar á hverju einasta mannsbarni í landinu. Þessi áhrif voru mjög augljós á framkvæmdatímanum þótt hrunið hæfist ekki fyrir alvöru fyrr en á árinu 2008 þá fyrst með verðbólgu og svo allherjar kollsteypu efnahagskerfisins.

Ég reikna ekki með að þú samþykkir röksemdir mínar, það verður  bara að hafa það.

Bestu kveðjur,  Jón Hj

Jón Hjartarson, 19.2.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Hjartarson

Höfundur

Jón Hjartarson
Jón Hjartarson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband